Byggðasafnið á Garðskaga

ArfleifðAtvinnulífByggingarNáttúra

Byggðasafnið á Garðskaga, frá 1995, er staðsett á fallegu safnasvæði við Garðskagavita í Suðurnesjabæ, nyrsta odda Reykjanesskagans sem er í Reykjanes Geopark og á lista UNESCO yfir landsvæði þar sem minjum og landslagi sem eru jarðfræðilega mikilvægar á heimsvísu er stýrt eftir heildrænni stefnu um verndun, fræðslu og sjálfbæra þróun. Þar er víðsýnt til allra átta, fjölbreytt fuglalíf, hafið í sinni síbreytilegu mynd og gönguleiðir með sjónum.

Byggðasafnið varðveitir og segir sögu fólks á Suðurnesjum. Menningarminjar er víða að finna í Suðurnesjabæ m.a. Skagagarðurinn frá 10. öld,  á Rosmhvalanesi,  sem er gamalt nafn yfir þetta svæði. Vélbáturinn Hólmsteinn GK20, 43 tonna trébátur, stendur við safnið.  Vélasafn Guðna Ingimundarsonar og Trukkurinn hans hafa mikið aðdráttarafl. Súðbyrðingurinn Fram, sexæringur með Engeyjarlagi, smíðaður 1887, er varðveittur á safninu. Súðbyrðingar, norræn aðferð við bátasmíði, er á lista UNESCO yfir óáþreifanlegan menningararf. Á safninu eru varðveitt 14 líkön af gömlum húsum úr Sandgerði. Nýlega var opnuð safnverzlun og móttaka með innréttingum frá 1921 úr Verzlun Þorláks Benediktssonar, Akurhúsum í Garði. Landakort af Reykjanesi er við innganginn að safninu.


Tíu hugmyndir af afþreyingu á Reykjanesi:

  1. Á Reykjanesi eru fjölmargar fallegar gönguleiðir. Ef þú kýst gott útsýni er upplagð að ganga á fjallið Keili eða á Þorbjörn rétt við Grindavík.
  2. Skoðaðu heillandi bátasafn Gríms (módel), listsýningar og sýningar um sjósókn o.fl. í Duus Safnahúsi við smábátahöfnina í Keflavík. Þar við býr einnig barngóða skessan í helli sínum.
  3. Víkingaheimar eru  í fallega hannaðri byggingu í Reykjanesbæ. Miðpunktur þess er víkingaskipið Íslendingur sem sigldi frá Íslandi til New York árið 2000. Það er eftirlíking af Gaukstaðaskipinu sem fannst í Noregi árið 1880.
  4. Gakktu yfir brúna milli heimsálfa; hvergi er auðveldara að fara á milli Evrópu og Norður-Ameríku!
  5. Skoðaðu aðra staði í Reykjanes jarðvangi, svo sem hið nýja Fagradalshraun í Geldingadölum, fallega hraunhella í eldri hraunum, Gunnuhver eða Brimketil.
  6. Dáðstu að litríku jarðhitasvæðinu í Seltúni við Krýsuvík og sjáðu gufurnar frá hverunum  stíga upp með tilheyrandi brennisteinslykt.
  7. Rokkið lifir í Reykjanesbæ! Skoðaðu Rokksafn Íslands í Hljómahöll, safn um sögu popp- og rokktónlistar á Íslandi.
  8. Skoðaðu tignarlegan Reykjanesvita, en þar skammt frá var fyrsti viti á Íslandi reistur 1908. Þar er stytta af síðasta Geirfuglinum, með útsýni til Eldeyjar, þar sem síðasti fuglinn var drepinn 1844.
  9. Það eru einnig blómlegar fuglabyggðir á Reykjanesi. Krýsuvíkurbjarg er stærsta fuglabjarg nessins með um 60.000 varpfugla á sumrin.
  10. Skelltu þér í eina af sundlaugum eða baðstöðum svæðisins. Vatnaveröld í Keflavík er tilvalin fyrir fjölskyldur og ekki má gleyma hinu heimsfræga Bláa Lóni.

Nánari upplýsingar á www.reykjanes.is

Skagabraut 100, 250 Suðurnesjabær
byggdasafn@sudurnesjabaer.is
www.facebook.com/byggdasafngardskaga
425 3008
Opnunartímar:

Maí-september kl. 10-17.

Utan þess tíma eftir samkomulagi.

Frír aðgangur er inn á safnið.

HreinlætisaðstaðaSýningVeitingar
Samtök um söguferðaþjónustu (SSF) voru stofnuð árið 2006. Þau eru samráðsvettvangur aðila er stunda söguferðaþjónustu á Íslandi, einkum hvað varðar markaðssetningu, gæði og fagmennsku.

Hafa samband

Email: info@sagatrail.is