Sögusetrið á Hvolsvelli

Í Sögusetrinu á Hvolsvelli er einstök Njálusýning, þar sem Brennu-Njáls saga er kynnt í máli og myndum. Á sýningunni er fjöldi muna og sýningargripa sem bregða upp lifandi mynd af veröld sögunnar og Íslendingasagna í heild. Sýningin gefur greinargott yfirlit yfir sagnalist Íslendinga á miðöldum og kynnir alla helstu viðburði og persónur Njálu. 


Í Sögusetrinu er auk þess myndlistarsalurinn Gallerí Ormur, Söguskálinn sem er eftirmynd af langhúsi frá miðöldum - þar er boðið upp á ýmsar veitingar, líkan af Þingvöllum árið 1000, Kaupfélagssafnið - sem segir og sýnir verslunarsögu Suðurlands, nýi Njálurefillinn sem nú er verið að sauma og öllum stendur til boða að taka þátt, upplýsingamiðstöð, og minjagripaverslun. Þá eru víkingabúningar í boði fyrir börn á öllum aldri að klæðast og tilheyrandi vopn til að leika sér að. 

  • Tegund: Vikings Literature

Minjagripa- og bókaverslun í anddyrinu.

Information

Hvernig hægt er að finna okkurOpnunnartímar

Föstud. kl. 17:00-23:00.
Lau. kl. 14:00-23:00

Sun. kl. 14:00-20:00.
Á öðrum tíma eftir samkomulagi.

<