Sagnaseiður á Snæfellsnesi

ArfleifðFerðirNáttúraÞjóðtrú

Sagnaseiður á Snæfellsnesi er félag um sögulega arfleifð og frásagnarhefðir á Snæfellsnesi. Markmið félagsins er að safna, varðveita og miðla sögulegum arfi Snæfellsness með ýmsum hætti.

Sumir meðlimir félagsins hafa þróað einstaka þjónustu í formi sögumiðlunar. Þeir taka á móti gestum og bjóða upp á spjall um lífið og söguna á Snæfellsnesi. Markmið þeirra er að segja sögur, eiga samtal, ræða um þjóðsögur, menningu og allt sem snertir líf og tilveru heimamanna og Snæfellsness.  Svo ef þú vilt fá góða innsýn í leyndardóma Snæfellsness hafðu þá samband við sögufylgju.

Þrenns konar þjónusta er í boði:

  • Hitta sagnamanneskju á hennar heimavelli. Það gæti verið vinnustofa, heimili, bóndabær eðaönnurákveðinstaðsetning.
  • Hitta sagnamanneskju á fyrirfram umsömdum stað á Snæfellsnesi. Þá er staðsetningin ákveðin í sameinginu milli sagnamanneskju og gests. Það gæti verið hjá náttúruperlu, í þéttbýli, í heita pottinum, þjóðgarðinum eða kaffihúsi. Oft er farið í stuttar göngur í þessum ferðum.
  • Fá sagnamanneskju með sér í för. Þá kemur sagnamanneskjan með í ferðalagið þitt um allt Snæfellsnes. Hoppar upp í bílinn eða rútuna hjá þér og getur sagt frá öllu því sem fyrir augu ber og bent á áhugaverða staði til að stoppa.
Breiðablik, gestastofa, 356 Snæfellsbær
snaefellsnes@peopleoficeland.is
www.peopleoficeland.is
Opnunartímar:

Þjónusta allt árið.

Verð er umsamið hverju sinni og fer eftir staðsetningu, tímalengd, fjölda gesta, ofl.

GönguleiðirLeiðsögnSöguslóð
Samtök um söguferðaþjónustu (SSF) voru stofnuð árið 2006. Þau eru samráðsvettvangur aðila er stunda söguferðaþjónustu á Íslandi, einkum hvað varðar markaðssetningu, gæði og fagmennsku.

Hafa samband

Email: info@sagatrail.is