Safnahúsið á Húsavík

Arfleifð

Menningarmiðstöð Þingeyinga er fjársjóðskista merkilegra safna og menningararfleifðar í Þingeyjarsýslum. Aðal starfsemin er í Safnahúsinu á Húsavík en einnig eru rekin söfn á vegum stofnunarinnar í Aðaldal, við Kópasker og á Langanesi.

Lifðu þig inn í líf og störf sjómanna fortíðar í Sjóminjasafninu sem staðsett er í Safnahúsinu á Húsavík. Þar eru einnig náttúru- og menningarminjar settar saman á nýstárlegan hátt á einstakri fastasýningu sem dregur fram samspil manns og náttúru í Þingeyjarsýslum fyrr á tímum. Í Safnahúsinu er einnig starfrækt Héraðsskjalasafn Þingeyinga og þar má finna safneignir Myndlistasafns Þingeyinga og Ljósmyndasafns Þingeyinga. Að lokum eru þar tveir sýningarsalir þar sem haldnar eru breytilegar listsýningar og menningarviðburðir árið um kring.


Tíu hugmyndir að afþreyingu á Norðurlandi eystra:

  1. Láttu heillast af Dettifossi, aflmesta fossi Evrópu, Goðafossi í Aðaldal og Aldeyjarfossi í Bárðardal.
  2. Heimsæktu náttúruperluna Mývatnssveit, með einstakt fuglalíf, Jarðböðin, Dimmuborgir og leirhverina í Hverarönd.
  3. Notaðu tækifærið meðan þú ert á Demantshringnum að skoða Ásbyrgi, Hljóðakletta og Jökulsárgljúfur, sem eru allt staðir innan Vatnajökulsþjóðgarðs.
  4. Farðu í Hvalasafnið og í hvalaskoðun frá Húsavík, miðstöð hvalaskoðunar á Íslandi, þar sem möguleiki er að sjá steypireyði, stærsta dýr á jörðu (allt að 30 m að lengd).
  5. Önnur upplifun á Norðurstrandarleið er að fara í Sjóböðin við Húsavík með frábæru útsýni yfir Skjálfandaflóa og í Byggðasafnið að Mánárbakka á Tjörnesi.
  6. Haltu áfram Norðurstrandarleiðina og inn í töfra miðnætursólarinnar á Melrakkasléttu, nyrsta svæði á Íslandi. Skoðaðu Byggðasafnið á Snartarstöðum rétt við Kópasker og einnig Skjálftasetrið í þorpinu.
  7. Þegar áfram er haldið er komið að Heimskautsgerðinu við Raufarhöfn, sem er í byggingu. Frábær staður til að nóta sólarupprásar, sólarlags og norðurljósa að vetrarlagi.
  8. Eyðileg fegurð Langaness dregur fólk að útgerðarstaðnum Skálanesi, sem nú er rústir einar, rekaviðnum í fjörunni og í súlubyggðinni í Skoruvíkurbjargi. Rétt austan við Þórshöfn er síðan Sauðaneshúsið sem vert er að heimsækja og einnig Forystufjársetið í Þistilfirði, nokkru vestar.
  9. Á sumrin iðar Norðurland eystra af fuglalífi; kynntu þér fuglaslóðina þar (www.birdingtrail.is)
  10. Vertu í nánum tengslum við náttúruna í göngu-, hjóla-, eða hestaferð á Norðurlandi eystra.

Nánari upplýsingar og hugmyndir á www.northiceland.is

Stóragarði 17, 640 Húsavík
safnahus@husmus.is
www.husmus.is
464 1860
Opnunartímar:
  • Júní-ágúst. Daglega kl. 11-17.
  • September-maí.  Virka daga kl. 13-16 og laugardaga kl. 11-16. Lokað á sunnudögum.
HreinlætisaðstaðaSýning
Samtök um söguferðaþjónustu (SSF) voru stofnuð árið 2006. Þau eru samráðsvettvangur aðila er stunda söguferðaþjónustu á Íslandi, einkum hvað varðar markaðssetningu, gæði og fagmennsku.

Hafa samband

Email: info@sagatrail.is