Skálholt

ArfleifðByggingarHátíðirMaturMinjarTónlist

Upplifðu þúsund ára sögu Skálholts, sem varð fyrsti biskupsstóll Íslands árið 1056. Þar stóð stærsta kirkja sem reist hefur verið á Íslandi, en núverandi kirkja frá árinu 1963 er mun minni. Skálholt var höfuðstaður landsins í um 750 ár, miðstöð kirkjustjórnar og mikið fræðasetur. Í kringum 1200 bjuggu um 120 manns í Skálholti og var það fyrsta þéttbýlið á Íslandi.

Núverandi kirkja var vígð 1963, Skálholtsskóli reistur 1972 og vígslubiskup hefur setið Skálholt frá 1992.  Skálholtsdómkirkja er vinsæl til tónleikahalds, en þar eru m.a. haldin tónleikaröð hvert sumar. Listskreyting kirkjunnar, gluggar Gerðar Helgadóttur og altarismynd Nínu Tryggvadóttur, vekja athygli gesta. Í kjallara kirkjunnar er sýning á vegum Þjóðminjasafns Íslands þar sem meðal annars er hægt að  skoða steinþró/líkkistu Páls biskups (1155-1211)  og viðhafnarmikla legsteina frá 200 ára tímabili.

Tekið er á móti hópum í leiðsögn allr árið, um Skálholtsdómkirkju, safnið, undirgöngin, fornleifasvæðið og Þorláksbúð (hægt er að panta leiðsögn með því að send póst á skalholt@skalholt.is). Í Skálholti eru auk þess haldnir ýmsir viðburðir árið um kring; tónleikar, sögugöngur,  málþing, o.fl..

Á staðnum eru einnig Hótel Skálholt og Veitingastaðurinn Hvönn. Fjölbreytt gisting er í boði og matseðillinn er með nútímalegu ívafi og úr hráefni úr nærsveitum.


Tíu hugmyndir að afþreyingu á Gullna hringnum og nágrenni:

  1. Það eru gildar ástæður fyrir vinsældum Gullna hringsins. Þar eru auk Skálholts, þjóðgarðurinn á Þingvöllum, Geysissvæðið/Strokkur og Gullfoss, staðir allir þurfa að skoða..
  2. Bleyttu þig! Auk margra sundlauga á svæðinu eru Silfra á Þingvöllum (köfun og snorkl), Fontana Spa og Gamla laugin á Flúðum kjörnir staðir til þess.
  3. Farðu í göngu- eða hjólaferð um Reykjadal ofan við Hveragerði, baðaðu þig í heitri ánni (þar sem það er öruggt), sjóddu egg í hver og smakkaðu á hverarúgbrauði sem er bakað í jörðinni.
  4. Heimsæktu gróðurhús! Þú getur fræðst um vistheimilið Sólheima, tómataræktun í Friðheimum, svepparækt á Flúðum og smakkað á gómsætum réttum úr afurðum þeirra.
  5. Ímyndaðu þér hvernig er að lifa í helli!. Skoðaðu manngerða Laugarvatnshella með leiðsögumanni sem segir þér frá lífi fólks sem þar bjó fyrir 100 árum .
  6. Svæðið er ekki aðeins þekkt fyrir jarðhita heldur einnig jarðskjálfta; láttu hristast inni í jarðskjálftaherminum í Hveragerði.
  7. Lærðu allt um íslenska hestinn á sýningum í Friðheimum, í hesthúsheimsókn að Sólvangi og í styttri eða lengri reiðtúrum, t.d. með Eldhestum.
  8. Sagan um 1900 lifnar við í heillandi gömlum húsum á Eyrarbakka og í nýja miðbænum á Selfossi. Á Byggðasafni Árnesinga á Eyrarbakka er auðvelt að sjá fyrir sér þorpslífið fyrr á tímum.
  9. Fáðu þér dýrindis íslenskan humar í veitingahúsi við ströndina, t.d. á Stokkseyri eða Eyrarbakka.
  10. Farðu í matarleiðangur um svæðið. Smakkaðu hefðbundið skyr í Skyrlandi á Selfossi eða í Skyrgerðinni í Hveragerði, heimsæktu litla bruggverksmiðju, eþíópískan veitingastað á Flúðum og kauptu handgert konfekt í Reykholti.

Nánari upplýsingar á www.south.is

Skálholt, 801 Selfoss
skalholt@skalholt.is
http://www.skalholt.is/
486 8801 (Skálholtsstaður)
486 8870 (Hótel Skálholt)
Opnunartímar:
  • Skálholtskirkja, safnið í kjallara kirkjunnar, fornleifasvæðið og Þorláksbúð eru opin allt árið kl. 9 – 18.
  • Breytilegir opnunartímar á hóteli og veitingastað. Sjá www.hotelskalholt.is eða  hotelskalholt@skalholt.is
  • Messa alla sunnudaga kl 11.
  • Sumartónleikar og Skálholtshátíð í júlí eru fyrir alla og aðgangur ókeypis.
GistingGönguleiðirHreinlætisaðstaðaLeiðsögnMinjagripasalaMinjastaðurSöguslóðSýningVeitingar
Samtök um söguferðaþjónustu (SSF) voru stofnuð árið 2006. Þau eru samráðsvettvangur aðila er stunda söguferðaþjónustu á Íslandi, einkum hvað varðar markaðssetningu, gæði og fagmennsku.

Hafa samband

Email: info@sagatrail.is