Laugarvatnshella

Fyrir tæpum 100 árum bjó venjuleg Íslensk fjölskylda í Laugarvatnshellum. Hellarnir hafa nú verið endurgerðir í þeirri mynd sem þeir voru í þegar búið var í þeim fyrir tæpri öld síðan. Komdu í heimsókn og við munum fara með þig um hellana og umhverfi þeirra og segja sögur af ástum og erfiðleikum hellisbúanna. Ferðin tekur 20 mínútur og er farið af stað á 30 mínútna fresti. Fyrir eða eftir leiðsögnina getur þú sest niður í tjaldinu okkar með kaffibolla og kruðerí.

  • Tegund:
<