Vopnfirðinga saga, Múlastofa og Bustarfell

Vopnfirðinga saga gerist einkum í Vopnafirði frá landnámi og fram yfir kristnitöku árið 1000 og fjallar um valdabaráttu Hofverja og Krossvíkinga. Aðalpersónurnar, Brodd-Helgi á Hofi og Geitir Lýtingsson í Krossavík, voru goðorðsmenn og miklir fyrir sér, en ekki síður synir þeirra Víga-Bjarni og Þorkell Geitisson. Hlutur kvenna í sögunni er mikill og þar eru helstar Steinvör hofgyðja, Halla Lýtingsdóttir og Þorgerður silfra.

Sögustaðir Vopnfirðinga sögu eru margir og minjar víða sýnilegar. Árið  2006 fannst forn skálatóft rétt við kirkjuna á Hofi. Múlastofa er  í húsinu Kaupvangi á Vopnafirði (byggt 1882). Þar er sögð saga þeirra landskunnu bræðra Jóns Múla og Jónasar Árnasona. Að Bustarfelli í Hofsárdal (25 km frá Vopnafirði) er merkilegur og vel varðveittur torfbær og áhugavert minjasafn. 

  • Tegund:

Information

Hvernig hægt er að finna okkurOpnunnartímar

Kaupvangur/ Múlastofa:
1/6-10/9 kl. 10:00-22:00; 

utan sumars 08:00-16:00.

Burstarfell:
10/6-10/9 kl. 10:00-17:00. 

<