Þingvellir

ArfleifðByggingarMargmiðlunMinjarNáttúraVíkingar

Saga Íslands og íslensku þjóðarinnar kemur hvergi betur fram á einum stað en á Þingvöllum við Öxará. Á Þingvöllum var Alþingi stofnað árið 930 og kom þar saman til ársins 1798. Meginviðburðir Íslandssögunnar hafa gerst þar og því skipa Þingvellir sérstakan sess í hugum Íslendinga. Þingvellir eru jafnframt náttúruundur á heimsvísu og þar er elsti þjóðgarður Íslendinga.

Fræðslumiðstöðin við Hakið er góður upphafsstaður gönguferðar um þingstaðinn forna en þar er margmiðlun notuð til að kynna sögu og náttúru svæðisins. Árið 2004 voru Þingvellir samþykktir á heimsminjaskrá UNESCO.


Tíu hugmyndir að afþreyingu á Gullna hringnum og nágrenni:

  1. Það eru gildar ástæður fyrir vinsældum Gullna hringsins. Þjóðgarðurinn á Þingvöllum er á Gullna hringnum en þar geturðu einnig skoðað aðrar náttúruperlur, svo sem  Geysissvæðið/Strokk, Gullfoss og eldgíginn Kerið.  Heimsæktu einnig Skálholt sem var biskupssetur um aldir og kynntu þér safnið í kjallara kirkjunnar og fornleifauppgöftinn á staðnum.
  2. Bleyttu þig! Auk margra sundlauga á svæðinu eru Silfra á Þingvöllum (köfun og snorkl), Fontana Spa og Gamla laugin á Flúðum kjörnir staðir til þess.
  3. Farðu í göngu- eða hjólaferð um Reykjadal ofan við Hveragerði, baðaðu þig í heitri ánni (þar sem það er öruggt), sjóddu egg í hver og smakkaðu á hverarúgbrauði sem er bakað í jörðinni.
  4. Heimsæktu gróðurhús! Þú getur fræðst um vistheimilið Sólheima, tómataræktun í Friðheimum, svepparækt á Flúðum og smakkað á gómsætum réttum úr afurðum þeirra.
  5. Ímyndaðu þér hvernig er að lifa í helli! Skoðaðu manngerða Laugarvatnshella með leiðsögumanni sem segir þér frá lífi fólks sem þar bjó fyrir 100 árum .
  6. Svæðið er ekki aðeins þekkt fyrir jarðhita heldur einnig jarðskjálfta; láttu hristast inni í jarðskjálftaherminum í Hveragerði.
  7. Lærðu allt um íslenska hestinn á sýningum í Friðheimum, í hesthúsheimsókn að Sólvangi og í styttri eða lengri reiðtúrum, t.d. með Eldhestum.
  8. Sagan um 1900 lifnar við í heillandi gömlum húsum á Eyrarbakka og í nýja miðbænum á Selfossi. Á Byggðasafni Árnesinga á Eyrarbakka er auðvelt að sjá fyrir sér þorpslífið fyrr á tímum.
  9. Fáðu þér dýrindis íslenskan humar í veitingahúsi við ströndina, t.d. á Stokkseyri eða Eyrarbakka.
  10. Farðu í matarleiðangur um svæðið. Smakkaðu hefðbundið skyr í Skyrlandi á Selfossi eða í Skyrgerðinni í Hveragerði, heimsæktu litla bruggverksmiðju, eþíópískan veitingastað á Flúðum og kauptu handgert konfekt í Reykholti.

Nánari upplýsingar á www.south.is

 

Þingvellir, 801 Selfoss
thingvellir@thingvellir.is
www.thingvellir.is
482 2660
Opnunartímar:

Fræðslumiðstöð og sýning:
Opin allt árið kl. 09 – 17.

Leiðsögn á ensku alla daga 1/6-1/9 kl.10:00. Lagt af stað frá kirkjunni.

GönguleiðirHreinlætisaðstaðaLeiðsögnMinjagripasalaMinjastaðurSöguslóðSýningUpplýsingarVeitingar
Samtök um söguferðaþjónustu (SSF) voru stofnuð árið 2006. Þau eru samráðsvettvangur aðila er stunda söguferðaþjónustu á Íslandi, einkum hvað varðar markaðssetningu, gæði og fagmennsku.

Hafa samband

Email: info@sagatrail.is